Monday, June 26, 2006

 

Há emm,veisla o.sv.margt fl.

Lítið séð af HM í fuzzball, þó náði ég að kíkja á England v.Ekvador í gær.Þótti ekki mikið til koma hjá Tjöllum,finnst þeir drulluslappir! Horfði á leikinn hjá systir þar sem við höfðum verið kvöldið/nóttina áður í afmælisveislu hjá syninum þeirra. Hin besta skemmtun og allir hressir, sumir fóru nú í lokinn að halla höfði! Fer ekki nánar út í það, viðkomandi hefur væntanlega verið úthvíldur daginn eftir? Þurfti að taka eina skiptivakt í dag sem ég fæ borgaða svo í Júlí, þegar væntanlega verður fjölmennt norður á Strandir.Geri ráð fyrir að flestir komist, ekki alveg útséð með það.





Wednesday, June 21, 2006

 

Hryggur.

Einhver var að kvarta yfir því að ég væri hættur að blogga! Ætli það sé ekki bara svipað hjá mér og ég sá sá hjá einni bloggvinkonu, hún svaraði til að það væri svo mikið um að vera í tilhugalífinu! Veit ekki, en hvað um það, var alltént að koma úr meðferð hjá frænda mínum kýrópraktara. Sá kippti í liðinn, so to speak. Small í öllu gamla draslinu, þegar hnykkt var í hrygg og bak. Síðan hálsinn á morgunn, meira á föstudag svo mæta 3svar í næstu viku. Lítill tími gefist til að kíkja á HM, fór þó í gær með Ragga systursyni að horfa á Tjallana spila við Svenska. Nokkuð gaman. Skutlaðist aðeins með "Don Johnson" í morgun, að útrétta fyrir Stórveldið. Enduðum að venju út á "Kaffi Grand" hjá Rúnari, kaffi & lestur dagblaða. Sumarfríið hálnað, það er ekkert að ske strax, ekkert farið norður strax í sæluna, verð samt að skreppa fljótlega.Get varla beðið þangað til að við förum öll saman eftir mánuð. Verð bara að komast, þó ekki sé nema í tvo daga. Vona að þeir úr famíliunni sem eru á faraldsfæti í útlöndum þessa dagana, hafi það sem best. Bestu kveðjur til Eiríks sem er að tefla í Búlgaríu og auðvitað mömmu&pabba hans & Sigríði "Dúnu"! Svo er Heiðar á Interrail-ferð um víðlendur Evrópu.

Tuesday, June 06, 2006

 

Stigalausir.


Vildi ég gæti hlaupið undir bagga og liðsinnt góðvinum mínum upp á Akranesi og sent þeim eins og eitt stykki stiga.Þar hefur verið viðvarandi stigaleysi það sem er af sumri.Semsagt þeir enn án stiga.Þar hefur einn dáðadrengur gengið fremstur í flokki að leita stiga, en án árangurs.Ólafur heitir sá ágæti maður.Ætla ég að hann og hans flokkur fari að sjá fram á bjartari tíð í þeim efnum. Bróðir hans einn, sem einnig stendur fyrir söfnun stiga vestur í bæ,hefur orðið aðeins ágengara í sinni söfnun og vonast til að bætist í safnið seinna í kvöld.Undirritaður óskar honum reyndar meiri velfarnaðar í þeim efnum,heldur en Ólafi bróður hans.það má geta þess að Skagamenn hafa fengið nýverið enn einn liðsmann úr vesturbænum til að reyna að auka við stigasöfnunina.Menn geta ekki verið stigalausir lengi.

Monday, June 05, 2006

 

Í kastinu!

Var að reyna að heyra í einhverju af þessu "slekti" mínu, af Önnu "Maróllu" heyrist ekkert.Sennilega ekki kominn úr bústaðnum? Hvað var í gangi þar? Náði þó í Dóru.Var alveg í kastinu eftir tveggja tíma innan veggja slysó.Hafði víst misst ostaskera ofan á löppina og skorið sig við nögl, eða eitthvað álíka.Allavega var hún hvorki ánægð með lestrarefnisúrvalið á biðstofu slysó né hvað var á sjónvarpsskjánum.Bein útsending frá Gospel tónleikum! Hvað er dæmið með það? Mín var ekki par ánægð! Vona samt að hún sé orðinn "ósár". Kemst að því þegar ég kíki á hana/þau og er pantaður að líta á væntanlegar framtíðarhorfur á veggstubbsuppsetningu í garðinum hjá þeim. Þetta er alveg að gera sig."Get out of the old......

Sunday, June 04, 2006

 

Það er ýmislegt!


Gærdagurinn og þá ekki síst kvöldið, var ansi atburðaríkt og endaði með við fengum óvænta heimsókn.Svaf enda ekki varla heilan svefn, ætlaði ekki að hafa það í morgun! Byrjaði svo daginn á því að flagga samkvæmt lögum, vaknaði við það! vaktin í dag svo sem búinn að vera nokkuð atburðarrík.

Nenni ekki að mæta á morgun, en nenni að mæta á þriðjudag! Eins gott að fara þá"snemmt í hátt" í kvöld. Hvort það gangi eftir, veit enginn.Veit bara að það styttist í langþráð frí, frá vinnustað #1.Það tekur við reyndar einhver vinna á vinnustað #2, detta inn dagur og dagur.Byrja að taka aðeins skjalasafnið í Kópavogi í gegn og seinna rýma til geymslu hjá "Dukes of Hazzard"! Það á að koma þeim fyrir annars staðar.Enda nóg annað að hugsa um.Lengra verður ekki seilst að sinni. Segi bara "fjórtán einar"-skilja það bara þeir sem vilja?




Saturday, June 03, 2006

 

Léttari.

Það er nú svo komið, að Sperran þurfti að skipta út öllum buxnafatnaði sínum. Byrjaði á að endurnýja allar gallabuxur, fór úr #42X34 niðrí #40X34. Til stendur, ef vel gengur með framhaldið, að fara jafnvel niðrí #38X34. Þarna er að sjálfsögðu átt við mittismál, því ekki hefur Sperran styst! Reyndar fór ég í samanburðarrannsókn hjá LSH/ÍE og var mældur og viktaður, ásamt því að dregnir voru nokkrir blóðdropar og blóðþrýstingur mældur. Hæð reyndist 1 meter & 94.9. sentimetrar, þyngdin eitthundrað & 25 kílógrömm,tæp. Fátt kom á óvart í þessum mælingum. Helst vonsvikin með hæðina,taldi mig ná 95 sentimetrum ofaná meterinn.

Er að vinna alla helgina og líkar ekkert of vel. Bjargar málunum að það er sumarfrí að byrja á þriðjudag. Þó ætla ég að skjótast dagstund til Eyja á laugardag. Vonast til að við komust þaðan í burt með stigin öll þrjú. Væri tilbreyting!

Læti hérna áðan, vorum ásakir um slæleg vinnubrögð og hótað með kæru! Þetta allt meðan við vorum að reyna að sinna skyldustörfum og fengum ekki frið til þess að einmitt beita réttum vinnubrögðum. Þvílíkt bull! Það var hraunað hressilega yfir okkur og við létum það ekki ósvarað.

Góða helgina. P.S.- AMV, how goes it in boo-stadt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?