Monday, July 31, 2006

 

Evrópureisublogg-27 árum seinna.

Margir halda út bloggsíðu á ferðum sínum erlendis,hef verið að glugga í nokkrar hjá ættingjum og vinum, undanfarið.Við félagarnir áttu ekki kost á því fyrir 27 árum síðan, ekkert www í þá daga.Við héldum þó ítarlega dagbók, sem birt verður hér í næstu færslum, nokkrar í einu.Við vorum semsagt þrír á ferð;GI,GG og MÓ.
Þetta var ferðasagan eins og við skráðum hana eftir bestu getu:

Föst. 10.08.79.
Kl 23.51 komum á Hótel Höfn. Búnir að keyra frá kl. 15.00. GG keyrði á Hrífunes og GI á Höfn. MÓ byrjaði að drekka um sex-leytið í Vík og GG stuttu seinna. GI keyrðði eins og vitleysingur. Skoðuðum Skaftafellsjökul og Breiðamerkjökul. Áttum placið þegar við komum á Höfn. Dömurnar á bensínstöðinn alveg óðar að fá okkur á ball. Skráðir sem Heimsborgarar og Hamborgarar.

Laugardagur 11.8
Lögðum af stað frá Höfn 10.30. Allir við góða heilsu. Komum við á Breiðdalsvík og heimsóttum Helga og fengum kaffi. Næst fórum við á Egilsstaði og þá var púströrið farið við aftari hljóðkút og tókst að gera við það til bráðabirgða á hjólbarðaverkstæðinu (með kókdósum og hosuklemmum). Næst kom Seyðisfjörður. Óíslenskt yfirbragð yfir bænum. Fengum okkur þar að borða og hringdum allir heim. Komumst klakklaust um borð (í Smyril) og sjóferðin var hin besta. Aðeins einn annar íslenskur bíll um borð.

Sunnudagur 12.8
Klukkan 12.00 staddir um borð og Færeyjar í augsýn. Eftir komuna fórum við að keyra um og skoða svæðið en það tók aðeins tvo tíma. Við hlustuðum á Hermann Gunnnarsson lýsa ÍA-Valur. Óhemju rigning. En við erum svalir og fórum því auðvitað í göngutúr. Við drukkum kaffi hér og þar og fórum í bíó með Doris Day. Svo létum við okkur leiðast þar til Smyrill kom og fórum um borð um tíuleytið og náðum kojum. Hittum Sibba um borð. Vorum á barnum til 01.30 og fórum svo að sofa. GI varð örítið veikur. Sváfum vel.

Mánudagur 13.08
Klukkan 12.00 rifumst svolítið og átum svo hádegisverð (GG skammaði GI fyrir að eyða dýrmætum gjaldeyri). Komum í land (í Scrabster) og vorum teknir sem stikkprufa í tollinum. (Sibbi var með bút í vasanum.) Þeir leituðu hátt og lágt og spurðu um græna kortið. Við gerðumst Holliwood-leikarar og þóttumst ekkert vita hvað grænakortið væri “Green card, what’s that ??” Svo var náð í gamla kerlingu frá einhverju tryggingafélagi og hún seldi okkur tryggingu yfir allt Bretland íl 3. mánuði á 39.00 pund. Átum síðan á mjög notalegu Skosku hóteli og héldum áleiðis. Hentum Sibba úr í Inverness. Keyrðum síðan fram á myrkur og tjölduðum í Dalwhinnie í svarta myrkri klukkan 23.30.

Þriðudagur 14.8
Vöknuðum klukkan 10.30, tókum saman og hreinsuðum örítið bílinn. (Vindsængin hjá GI lak bæði til höfuðs og fóta.) Átum í Dalwhinnie og héldum af stað kl 13.00. Komum til Edinborgar um 16.00 og löbbuðum um hana. Skoðuðum Edinborgarkastala og garðin fyrir framan hann. Mikil rigning. Komumst út úr borginni kl 19.00. Komum til Coldingham kl. 22.00 og lentum á blindafyllíi hjá Uncle David (Dave Allen). (Stelpur: Are you on a trawler? Gunni: No, we’re in a tent)

Miðvikudagur 15.8
Tjölduðum í myrkri og börðumst við flugur um morguninn og gátum loks komist í sturtu. Frá Coldingham kl. 12.30 keyrðum allan daginn með tilheyrandi matar og bensínstoppum. Komumst til Luton og gistum á Beverly hotel.

...að sinni.

Sunday, July 30, 2006

 

Who?


Who put the Gurdy in the MacScurdy?
Who put the Bjorg in the MacSmjorg?
....and what the hell is going on in Slagelse?

Saturday, July 29, 2006

 

Bjartara framundan.


Vonum bara að það fari að rofa til.

Friday, July 28, 2006

 

Ruth Joslyn

1962-2006.

Sunday, July 16, 2006

 

Dear Boy!


Heyrði frá Stone í Sverige áðan,skiptumst á myndum í gegnum tölvupóst, milli þess sem við ræddum hitt og þetta m.a. sameiginlega gamla vini.Hvar þeir væru niðurkomnir o.sv.fr.Reyndar heyrði ég í "The Great Gunnso" um daginn, nokkuð óvænt má segja. Heyrðist á honum að ymsar hræringar væru í gangi,atvinnulega séð.Sendi "Von Gelb" e-mail um daginn,ekkert svar borist.Veit þó að hann/þau standa í stórræðum þessa dagana, eru að flytja upp aftur.Sakna þó að heyra ekkert frá "Dr. 3 B-tween legs".Hlýtur að standa til bóta.

Mikið að gera næstu daga,búa sig undir mini-sumarfríið.Svo er KRÍA á morgun,fróðlegt að vita hvort "Don Johnson" sé aftursnúinn frá útlandinu í tæka tíð? Vonandi skemmt sér vel?
Að öðru leiti þarf að undirbúa norðanför.Stefnir í að við verðum 15-16 sem förum.Þó vantar og saknar maður nokkura, hefði verið gaman að fá bræðurna 3 með í för.Koma næst.Væri flott að safna ÖLLUM saman næsta ár.

Saturday, July 15, 2006

 

Quiz?


Who the hell are these guys?

 

Enga vosbúð!

Meðan lærin móka,liggja hupparnir andvaka! Nei, það var "Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka".Gæti hafa séð þetta í ljóðabókinni "Hrópað í göngunum"?Man ekki nafn höfunds,Kalli man það kannski?Það verða allavega ekki neinir síðubitar meðferðis í Ófeig um næstu helgi? Liðið er allt að stilla sér saman fyrir brottför, Dóra rekur lestina að vísu á föstudag.Ekki tekið annað í mál að Sigríður "Dúna" komist í Ófeig!Vona semsagt að ég þurfi ekki að klæðast regngalla þegar ég gref/grilla lærin, líkt og á ættarmótinu á "Vosbúð".það er ekki inn í myndinni.

Friday, July 14, 2006

 

Há Eff.

Svo er það víst formlegt að maður er fluttur.Garðabærinn kvaddur og Kópavogurinn að sinni búsetustaðurinn.Þó ekki lengi ef fer sem fer.Hafnarfjörðurinn gæti verið framtíðarheimili, skýrist von bráðar.Veit ekki og hef sennilega aldrei almennilega vitað, hvað mér finnst um þetta "kratabæli".Blendnar tilfinningar.Einn plús svona í fljótu bragði, Anna "Maróla" frænka á heima þar og hennar afkvæmi.Reyndar vann ég þar um nokkurt skeið,var að klæða múrinn í kringum nunnuklaustrið, fyrir allmörgum árum, ásamt öðrum tilfallandi verkum.Ég gæti farið og heimsótt Karmel-systurnar þess vegna.Keypt hjá þeim heimaræktaðar matjurtir t.d.Kannski á Gísli gamli vinur minn ennþá heima í Firðinum? Er ekki eitthvað Víkingasafn dæmi þarna? Hægt að skylmast og svoleiðis eitthvað? Fimleikar eru Hafnfirðingar þekktir fyrir,gleymum ekki því.Svo eiga þeir einn vanmetnasta handknattleiksmann landsins, hann Heiðar "stórfrænda" minn! Margt fleira má telja til eflaust.Bæ ðe vei...er Skiphóll ennþá við lýði?

Thursday, July 13, 2006

 

Ferðaþjónustan.

Í annríki fánýtra daga....! Byrjaði aftur á vöktum í kvöld, eftir þokkalegan fyrri hluta sumarfrís. Sýti það svo sem ei, veit bara að við erum að fara svo í sveitina eftir viku. Það verið að safna liðinu saman, vona að öllum takist að mæta. Búið að vera miklir símafundir í gangi, sýnist þetta þó ætla að smella.

Stórvinur minn einn, sem ég skal nefna hér "Axlar-Björn", sökum líkamlegs atgervis um þessar mundir, bjallaði á mig í dag og bað fyrirgreiðslu.Fólst í því að skutla honum alfaraleið í "Bónus-death", eins og Dóra kallar það, sökum þess að hann var óökuhæfur.Það er að vísu ekki vegna ölvunar eða áhrifa annara vímuefna, heldur það að hann lenti undir hnífnum og lafir hönd í fatla.Mín fyrstu viðbrögð voru næstum því þau, að ég ræki enga ferðaþjónustu fyrir fatlaða! Gat þó ekki brugðist þessum ágæta Seyðfirðingi, sá sem telst meðal traustari og betri vinum sem maður átt hefur og því auðsóttur greiðinn.



Sunday, July 09, 2006

 

Háemm & fl.

Næ kannski að kíkja á úrslitaleikinn í dag, á vaktinni.Býst annars við grautfúlum leik, sennilega endar í vítaspyrnukeppni.Líklegt allavega.Sá að "litli" frændi er staddur í Róm, einn leggurinn í bakpokaferð hans um lendur Evrópu.Passaðu þig frændi ef Ítalir vinna, innfæddir eiga til að hleypa af skotvopnum, flest rata vonandi upp í loft!






Tuesday, July 04, 2006

 

Skandall!

Skammast mín fyrir að vera Íslendingur í dag. Í dag er verið að bjóða velkominn hér til lands, einn alræmdasta stríðsglæpamann síðustu aldar! ÓRG ætlar meira að segja að taka á móti þessu hyski á Bessastöðum og gefa því að éta! Það á ekki að hleypa svona viðbjóð inn í landið!SKÖMM!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?