Saturday, April 28, 2007
Dávaldur & sjáöldur.
Vorum að berja okkur saman fyrir sumarið, "vallargengið" svokallaða í gærkvöld.Dagskráin byrjaði með skvaldri og buslugangi í pottinum inní íþróttahúsi.Þar var kynntur til sögunar nýliði í genginu.Gaui framkvæmdastjóri sá um öll herlegheitin og bauð síðan öllum á Dávaldinn á Broadway.Dágóð skemmtun með óvæntri uppákomu þar sem undirritaður kom eilítið við sögu!Var þó ekki dáleiddur,en varð fyrir barðinu á einum slíkum!Fer ei nánar út í það,eins og "Kristján heiti ég, Ólafsson" hefði sagt.Er allavega óskaddaður!Síðan hélt hersinginn á Hereford-steakhouse og kyngdum ógrynni af steik með öllu.Lá síðan leið okkar í bæjarrölt,þar tvístruðust eitthvað liðsmenn og var maður kominn snemma heim í kotið. Þarna voru semsagt eftirtaldir; Gaui, "Grátmúrinn",Lúlli "laukur" "Skramarinn" Svenni, "Útvarpsstjórinn", Láki og Bjarni´"nýliðni".Allir stóðu sig með sóma.
Tuesday, April 24, 2007
Rikki rex-136.
My brother! Bara að því bróðir á afmæli í dag.Sendi honum árnaðar-óskir í tilefni dagsins. Forty-5 er það ekki? Man reyndar þegar hann fæddist, var sjálfur út á "Róló" fimm ára gamall og var sóttur þangað til að sjá litla bróðir,nýfæddan.
Kvef og hálsbólga vilja ekki hopa, meðfylgjandi raddleysi á köflum.Ansi þrúgandi.
Kvef og hálsbólga vilja ekki hopa, meðfylgjandi raddleysi á köflum.Ansi þrúgandi.
Tuesday, April 17, 2007
Léttir kettir.
Var þvílíkt latur að koma mér af stað í morgun,stútfullur af pest og hita.Alltaf að seinka vekjaranum í morgun.Mætti hjá húðsjúkdómalækninum eftir hádegi,hann fékk að kíkja á alla fæðingarblettina með tilliti til hugsanlegum krabba.Ekki fann hann neitt sem gaf það til kynna.Lét hann að vísu klípa af mér smá ofvöxt sem var á aftanverðum hálsi,víst ég var þarna.Doksi reyndar jafnaldri minn og þekkti mig síðan í gamla Mela- og Hagaskóla.Ræddum fram og tilbaka um gömlu góðu dagana.Restin af deginum var maður bara að bíða eftir dagurinn liði.Reyndi mitt besta í vinnunni,en var bara varla ekki með.A.María kom svo í kaffi til að ræða sameiginlega afmælisveislu í næsta mánuði.Við vorum í símasambandi við væntanlegan veislustjóra,Ó.M.Jóhannsson, Seyðfirðinginn knáa.Ýmsar hugmyndir í gangi.Ekki seinna vænna,stefnum að 19.maí.Búið að fá DJ skilst mér, svo bara kaupa bús & bland og nokkra Ritz-kex pakka.Nóg að sinni.
Monday, April 16, 2007
KR Íslandsmeistari í körfu-2007!!!
Þetta er bara snilld!!! Og það gegn Njarðvík.Gerist ekki betra!!! Til hamingju KR-ingar!!!