Wednesday, July 25, 2007

 

Ófeigur (0)07'

Renndi í bæinn í gær, að norðan.Þurfti að sinni ónefndum erindum áður en ég held aftur af stað í fyrramálið með öllu "liðinu".Verðum að mér sýnist nokkuð mörg, á ca. 4-5 bílum. Vona að allt verði eins og ég skildi við, er ég fór.Minnsta kosti að hanarnir Hommi & Nammi séu óhultir! Helst að Rebbi hafi komist í þá.Gæsaungarnir kannski minna óhultir. Þetta verður dvel upp á 4 daga,nema ef ég skildi verða lengur,dunda eitthvað meir í húsinu.Býst þó við að verða samferða heim, með hinum. Á ýmsu gekk á heimleiðinni í gær, m.a. gekk herfilega að fá keypt benzín á reiðskjótan.Allt orðið í sjálfsölum á benzínstöðvum, út á landi.Kortið mitt var einhverja hluta vegna ekki gjaldgengt.Þó var innistæðan í lagi.Reddaðist þó að lokum.Olíufélögin er víst ekki að græða nóg, því þarf að minnka þjónustuna,eða hvað?

Frekari færslur bíða þar til í næstu,viku.kannski úrdráttur úr dagbók sem Anabana hvatti til að yrði skráð, meðan ég dvaldi norðurfrá síðustu 12 daga? Allir nú,sýnist mér, óðir & uppvægir að komast í Ófeig.

Wednesday, July 11, 2007

 

Kvisturinn.

Lokaundirbúningur fyrir brottför í Ófeig er í fullum gangi nú í kvöld og sjálfsagt eithvað fram undir hádegi á morgun.Fararskjóturinn virðist vera nokkuð klár í slaginn.Verkfæri og annar búnaður er til reiðu.Eitthvað til að bíta og brenna, ásamt öðrum aðföngum meðan á dvölinni stendur,nálgast ég á morgun.

Er búinn að ganga frá, að sóttur verði ég í Ingólfsfjörð til að komast síðasta áfangann.Eggert ætlar víst að renna á eftir frænda sínum.Er ekki kunnugt um hvort eða hversu margir eru í Ófeig þessa daga, en geri ekki ráð fyrir að það séu margir.Veit bara að kvistherbergið góða stendur mér til boða, jafnt sem fyrr.það væsir ekki um mann þar.Nýti sjálfasagt helgina til hvíldar, áður en ráðist verður í rifrildið,það er að byrja á að rífa niður lagnir og ofna,svo hægt sé að byrja á nýlögn í næsta mánuði.það ríður á að klára þetta í sumar, því næsta ár verður ættarmót á staðnum.Einnig er þörf á að koma upp brunastigum og huga að öðrum flóttaleiðum.Þetta hlýtur að hafast á einn eða annan hátt.Komin tími á að ljúka framkvæmdum á húsinu, eftir öll þessi ár.

Læt þetta duga, að sinni.Ekkert netsamband fyrir norðan,því liggur bloggeríið niðri að sinni.

Monday, July 09, 2007

 

Norður.

Styttist óðfluga í sumarfríið, stefnt að því að stinga af á fimmtudaginn norður í Ófeigsfjörð.Óvíst hvort ég fari á eigin farskjót einn, eða verði kannski samferða Pétri bónda. Hvort sem verður þá er tilhlökkunin mikil að komast í ró og kyrrð. Öll andleg líðan nýtur góðs af dvöl, þar nyrðra. Ef allt fer sem horfit og að óskum, þá er ætlunin að dvelja fram yfir mánaðarmót eða allavega þar til restin af "liðinu" kemur í lok mánaðarins. Það stefnir í álíka mætingu líkt og í fyrra.

Það eru þó nokkrir sem hefðu verið gaman að fá með, en ekki þýðir að fást um það.Held þó í vonina að það breytist,að bræður mínir sjái sér fært að mæta.Einnig hefði verið flott að fá Ragnar Örn með, en stefnum að því að hann komi næsta sumar.Er það ekki frændi? Svo eru sumir sem samkvæmt öllu hefðu átt að vera með í för,en ákváðu að stefna í aðra átt. Gott og vel. Farvel.

Friday, July 06, 2007

 

Sossum ekki neitt.

Lenti á næturvakt óvænt í kvöld.Neyðarkall ef svo má segja.Ég, kallinn síðasta hálmstráið sjálfsagt.Reyndar fimm mínútum eftir að ég gaf samþykki mitt að mæta, barst mér símtal frá "Hveitibirni" sem var að blása til fagnaðar í kvöld.Gleðipinninn sá.Ekki gat ég þegið boðið góða,en sjálfsagt hafa einhverjir af félögunum safnast til hans.

Bjallaði í Dóru & co. í Dómíníska,allt þar á besta veg.Njóta dvalarinnar til hins ítrasta.Ekki síst börnin.Þau báðu fyrir kveðju, öllum til handa.

Thursday, July 05, 2007

 

Maður er nefndur.

Nýlokið er síðnætursamtali við "Óttarinn".Ýmislegt bar á góma, einna helst æru Bjarna Guðjónssonar,Þórðarsonar.Er þá átt við dramatíkina upp á Skipaskaga á gærkveld.Honum varð á að "skora" í net Keflavíkurmanna sem orsakaði mikla geðshræringu meðal leikmanna.Ég ætla hér með að koma Guðjónssyni til varnar og meina honum ekki að hafa ætlað að setjan.Karl faðir hans má þó ígrunda sína afstöðu í þessum darraðadans.Ekki er þó hægt að líta framhjá framkomu og viðbrögðum Keflvískra leikmanna. Engin fyrirmyndarbragur.

Að öðru leiti ræddum við Óemmjoð(fyyrnefndur Óttarrinn) um afmælishóf sem við báðir þurfum að gera ráð fyrir að halda.Við urðum þess báðir ánjóta að fagna áfanga í lífstíðarskeiði hvað árafjölda varðar, á þessu ári.Ég reyndar kom um það bil sjö vikum á undan í heiminn, en hef þó ekki notið forskotsins, nema að litlu leiti.Okkur félögunum hefur gengið misvel á lífsleiðinni, en teljumst þó vera gæfusama menn,þó á misjafnan veg.Margt sameinar okkur þó, eins og ég hef hér á áður minnst.Best að doka hér við, áður en að en að einskærri ástarjátningu kemur, því Sperran er fremur þekkt fyrir nálgun sína að "veikara" kyninu, þó þar hafi hann ekki uppskorið eins og til hafi verið sáð! Nú nálgast sú stund að hér verði látið gott heita. Sperran verður seint sökuð um tilfinningasemi, en lætur samt eftir sér hafa, að "aðeins þeir hæfustu,komast af".Eða; "Þeim svíður, sem undir míga". Nú er pakkinn orðinn of stór! Tími til að láta gott heita.Bestu kv. frá Héraði.

Monday, July 02, 2007

 

Auðvald & spilling!

Einn vinnufélagi hafði á orði,eftir að hafa innt mig um hvernig ég hefði eytt helginni,að ég væri sífellt í matarboðum.Hvernig hann ályktaði það, veit ég ekki svo gjörla.Vissulega var ég í feiknagóðu matarboði hjá systir á laugardag.Tilefnið eiginlega að hitta son þeirra eina kvöldstund,meðan hann dvelur hér á landi.Eftir heilgrillað lambalæri og tilheyrandi, var sest niður við spilamennsku.Spark heitir það,höfundurinn Stefán Pálsson nokkur.Var þetta frumraun mín í þessu spurningaspili og þótti ég standa mig með ágætum.Þannig.Þakka fyrir mig,bara flott að venju!

Svo var þetta bara ágætis rest,sem eftir lifði af helginni.Var ekki anansöm að neinu öðru leiti.

Svo var líka bara frekar erilsamt í morgun.Oft hissa á hvernig þetta "ray-dast"eins og DHL gaurinn sagði við Ameríkumanninn.

Á morgun: Scooter Libby.....


This page is powered by Blogger. Isn't yours?