Saturday, September 22, 2007
Sótsvört í Köben!
Nei! það er ekkert svoleiðis! Við erum bara í gírnum núna.Annars fór dagurinn að mestu í skilti,þ.ea.s. að rífa þau niður og koma aftur upp í laugardalnum fyrir stelpurnar okkar´sem voru í bikarúrslitum, sem þeir svo unnu.Til hamingju stelpur! Gæti hafa virkað að láta "bronza" ykkur? Semsagt að lokum, erum við að leggja af stað til KPH (sounds familiar?) í nótt. Ekki bara frestun?
Friday, September 21, 2007
Til Köben.
Það að komast í vikuferð til Köben og rúmlega það, er kærkomið eftir ansi erilsama daga undanfarið.Það verður tekið vel á því, þ.ea.s. í hvíld og notalegheitum með góðum ferðafélögum í kóngsins Köbenhavn.Gistingin ekki af verri endanum heldur, hjá heiðurshjónunum Sigrún & Ársæli við Volosvej.Tilhlökkun ekki síst að fá að eyða þessum dögum með Ragga systursyni sem þarna býr.Svo eigum við von á Kiddý og Sonna frá Alabömu/via/Árósum í 3ja daga stoppi.Gaman að fá þau hjón til að njóta dvalarinnar með.
Nokkuð ljóst að maður er vel "ferðafær", því garmurinn ég lenti inn á "verkstæði" nú eitt kvöldið.Rétt slapp við skyndilegt yfirlegt og var sendur á bráða.Eftir ítarlegar skoðanir og rannsóknir, var niðurstaðan að ekkert amaði að.Slagkraftur og þrýstingur góður og allt eftir því.Mikið var það gott að heyra!
Kannski getur maður fundið tíma og ráð að blogga frá KPH. Góða helgi.
Nokkuð ljóst að maður er vel "ferðafær", því garmurinn ég lenti inn á "verkstæði" nú eitt kvöldið.Rétt slapp við skyndilegt yfirlegt og var sendur á bráða.Eftir ítarlegar skoðanir og rannsóknir, var niðurstaðan að ekkert amaði að.Slagkraftur og þrýstingur góður og allt eftir því.Mikið var það gott að heyra!
Kannski getur maður fundið tíma og ráð að blogga frá KPH. Góða helgi.
Thursday, September 20, 2007
Pabbi
Er að ég held að sjá þessa mynd af pabba heitnum í fyrsta sinn.Brynjar hefur verið að setja inn gamlar slides-myndir á myndasíðuna sína.Fæ hana "lánaða" með þakklæti til Brynjars.Þetta er tekið um áramótin 1985-86.
Monday, September 10, 2007
Takk fyrir mig!
Þakka öllum sem glöddu Sperruna á laugardagskvöldið.Fyrst og fremst systur og systurdætur fyrir að útbúa af sinni alkunnu snilld, þvílík veisluföng.Hver gómsæti rétturinn á eftir öðrum og svo systurdæturnar tvær sem sáu um veislustjórn,tónlist og skemmtiatriði, sem allt heppnaðist afar vel.Gjafir bárust margar og góðar, þ.a.m. tvær utanlandsferðir og margra ára birgðir af eðaldreykk, bækur og margt annað afbragðsgott.Þakka öllum þeim sem komu og glöddu mig.Bestu þakkir.
Thursday, September 06, 2007
Allt í sóma-með skyr & rjóma.
Undirbúningur fyrir teitið á laugardag er komið á def com #4. Dee & Dee, double-D ætla af sinni alkunnu snilld að sjá veitingarnar, utan þær sem auðkennast af rennslishæfni sinni.Það er í mínum höndum. TTTS sér um hljómana, ötul að sanka að sér efni af veraldarvefnum.Annað er bara komið nokkuð á hreint.Tveir hringdu í mig í morgun, annars vegar útvarpsstjóri stórveldisins og hins vegar rödd stórveldisins.Þeir voru eitthvað í basli með mætingu,annar vegna barnapössunar og hinn þarf að sinna kynningu á landsleiknum á laugardagskvöldið.Sjálfur hafði ég ekki haft hugmynd um þennan Spánarleik, er ég ákvað dagsetningu fyrir hófið.Stakk einhver upp á því að hafa kveikt á TV inn í hliðarsal! Think not! Lítur annars feykivel út með að við sköpum góðan gjörning á laugardag.Mæting verður um kl. 19°° fyrir áhugasama, í félagsheimili stórveldisins.
P.S.-bara svo það sé alveg á hreinu: Fyrir tæknileg mistök gleymdist að minnast á sérlegan Master of ceremonies! AnaBanana sér um þá hlið málana., ásamt óvæntan uppákomum! Beðist er hér velvirðingar(1000) á þeim mistökum! Sorry!Sorry!Sorry!Sorry!
P.S.-bara svo það sé alveg á hreinu: Fyrir tæknileg mistök gleymdist að minnast á sérlegan Master of ceremonies! AnaBanana sér um þá hlið málana., ásamt óvæntan uppákomum! Beðist er hér velvirðingar(1000) á þeim mistökum! Sorry!Sorry!Sorry!Sorry!
Saturday, September 01, 2007
Rapids
Flúðum úr bænum í hádeginu í gær, 12 vinnufélagar og stefndum á Flúðir.fengum til afnota hús með öllu og deginum varið í að spila seinni níu holur á Selsvelli.Rigning var fylgifiskur okkar meðan á spilinu stóð og allt blotnaði sem blotnað gat í mínu tilfelli, þó taldi mig vera í ógegndrepum flíkum.Var með Sigga bílstjóra,Bubba,Palla dúk,Gúlla og Helga Smith í holli.Helgi að slá sínar fyrstu kúlur og gekk feykna vel kallinum.
Síðan var tekið til við að grilla sneiðar og með tilheyrandi meðlæti sem "Valsarinn" sá um að útvega og var meðal annars skálað fyrir Sigvalda kokk sem góðfúslega lagði til ketið, í hans fjarveru.Síðan tók við busl í pottinum með tilheyrandi umræðum sem að mestu leiti snérist um vinnuna.Menn tjáðu sig ótrauðlega um hitt og þetta hvað það varðar.Gamminn geysa í mestri vinsemd.
Í nánst næsta húsi var krá sem ég gleymi nafninu á,ekki margar að finna á Flúðum að vísu, en þangað héldu menn seinna um kveldið.Kannski í von um að hitta á Steingrím Joð?Vinstri-grænir voru reyndar með ráðstefnu á hótelinu um einkavinavæðingu, en ekki var Steingrím né Ögga að finna á kránni.Ekki voru menn ýkja lengi að um nóttina,enda kannski flestir komnir af léttasta skeiðinu.Það sýndi sig líka að allir vorum við komnir til meðvitundar, árla morguns og tekið til við að þrífa eftir okkur og vaska upp.Sólarhrings dvöl á Flúðum var þar með lokið og kunnum við heimamönnum bestu þakkir fyrir.
Kíkti svo hér upp í vinnu seint um kvöld að dunda mér við uppsafnað efni.M.a. að klára undirbúning vegna hófsins sem stendur til að halda á næstkomandi laugardag.Þangað til...
Síðan var tekið til við að grilla sneiðar og með tilheyrandi meðlæti sem "Valsarinn" sá um að útvega og var meðal annars skálað fyrir Sigvalda kokk sem góðfúslega lagði til ketið, í hans fjarveru.Síðan tók við busl í pottinum með tilheyrandi umræðum sem að mestu leiti snérist um vinnuna.Menn tjáðu sig ótrauðlega um hitt og þetta hvað það varðar.Gamminn geysa í mestri vinsemd.
Í nánst næsta húsi var krá sem ég gleymi nafninu á,ekki margar að finna á Flúðum að vísu, en þangað héldu menn seinna um kveldið.Kannski í von um að hitta á Steingrím Joð?Vinstri-grænir voru reyndar með ráðstefnu á hótelinu um einkavinavæðingu, en ekki var Steingrím né Ögga að finna á kránni.Ekki voru menn ýkja lengi að um nóttina,enda kannski flestir komnir af léttasta skeiðinu.Það sýndi sig líka að allir vorum við komnir til meðvitundar, árla morguns og tekið til við að þrífa eftir okkur og vaska upp.Sólarhrings dvöl á Flúðum var þar með lokið og kunnum við heimamönnum bestu þakkir fyrir.
Kíkti svo hér upp í vinnu seint um kvöld að dunda mér við uppsafnað efni.M.a. að klára undirbúning vegna hófsins sem stendur til að halda á næstkomandi laugardag.Þangað til...