Friday, March 31, 2006

 

Höfum við gengið.....



Hér er verið að hylla Berg Hallberg Königzberg, nýkjörinn formann undirbúningsnefndar íslenskra herstöðvarandstæðinga, sem ber heitið; L.E.H.K.A.F!(Loksins er helv...kaninn að fara!). Bergur mun sjá um að skipuleggja síðustu Keflavíkurgönguna sem farinn verður,væntanlega. Stefnt er að því að fá sem flesta þá sem gengið hafa veginn í gegnum tíðina.Mun hljómsveitin Mannakorn taka lagið á leiðinni, flytja einmitt lagið "Í gegnum tíðina" af því tilefni. Er upp að hliði verður komið, flytur Megas : "Komdu & skoðaðu í kistuna mína". Margir þjóðfrægir herstöðvarandstæðingar láta sig ekki vanta, Jón Baldvin mun flytja erindið: "Gangan langa", Bubbi tekur lagið "Sjóvá stöðvar monníblús" , "10.000 laxar" & "Me and Bo". Svo má geta þess að deild innan herstöðvarandstæðinga sem kallast "Burtfluttir seyðfirskir allaballar" flytja leikþáttinn-"Lokaðu hurðinni á eftir þér!" Stefnt er að göngunni í byrjun maímánaðar.

Thursday, March 30, 2006

 

Skuldir, meðal annars.

Var að borga skuld í gærkveldi, þ.e.a.s. vinna fjóra tíma sem Manni tók fyrir mig um daginn.Hittist þannig á að það kom í minn hlut að þjálfa upp nýjan starfsmann, gekk snurðulaust að mestu leyti, held að ég hafi komið þessu nokkuð vel til skila. Það er líka "skuldadagur" í dag, Gunni átti inni hjá mér eina dagvakt, hann var að skreppa til Börsungalóns að kíkja á knattmennt innfæddra. Svo tekur við hefbundinn vaktatörn á morgun, fram á þriðjudag. Styttist svo í vetrarfríið, ekkert búinn enn að ákveða hvernig þeim tólf dögum verður varið. Allar uppástungur eru velkomnar! Annars, held að það verði eitthvað sem hefur í för með sér alvarlega afslöppun.

Wednesday, March 29, 2006

 

"Einbeittur brotavilji"!


Það er sama sagan með "Valsarann", ætlar ekki að taka sig á. Nú er búið að festa brotið á filmu! Að vísu nær ekki hjólið yfir línuna, en brot samt sem áður! Það verður tekið hart á þessu, enda um síendurtekinn brot að ræða.

Dæmi um þann húmor sem ríkir á þessum vinnustað(2), verið í hávegum hafður undanfarna daga, nokkrir hrekkir í gangi o.sv. fr. Einn fékk þau skilaboð frá vinnufélaga, að auðsótt væri að fara á skiptiborðið og fá fullhlaðið batterí í gemsann, sem og hann gerði, en gekk sneiptur frá. yfirmanneskja þar jós yfir hann skömmum og sagði það ekki vera þeirra, að skaffa hinum og þessum þannig þjónustu! Burt með þig, góði! Annars byrjar dagurinn í kaffistofunni, með fyrra morgunkaffi og umræðum. Vinnuna má ekki ræða fyrr en klukkan er rétt genginn níu, "Valsarinn" gefur þá merki með því að lyfta VINSTRI hendi, með vísifingur á lofti og þá í átt til Jóns "Búlka". Þá fyrst má hefja tal, er vinnuna varðar.EKKI fyrr! Þá skal geta þess, að ekki eru kveikt full ljós í kaffistofunni, það fellur í hlutverk eins lágvaxtnasta starfsmannsins að jöfnu, að kveikja full ljós. Ef hans nýtur ekki við, þá er leyfilegt að útnefna varamann. Þó eru sumir sem hafa brotið þessa reglu og er það þá helst "Gooly". Sá er yfirmaður málarans frá Leeds, sem mætir ætíð hálftíma fyrr, til þess eins að geta fengið sér kríu, áður en hann hefur störf. Margar aðrar óskrifaðar reglur gilda þarna, sem ekki verður farið nánar útí að sinni.

Friday, March 24, 2006

 

(ý)mis(mæli)


Nafni minn og vinnufélagi er víst kominn aftur á bráða, með verk fyrir brjóstið. Heyrði í kallinum áðan, var ekki búinn að neitt afgerandi vottorð um yfirvofandi andlát! Það er verið að gantast á fullu um grafalvarlegt mál! Í samtali við vinkonu mína rétt áðan, varð mér fótaskortur á tungunni, sagði nafna hafa fengið BRJÓST fyrir VERKIÐ. Einhvern heyrði ég tala um í útvarpi að "taka fyrsta sporið" ?? Svo gamla klassíkin hjá Gaupa; "Hann hefur ekki stigið feilnótu, allan leikinn"!!

Thursday, March 23, 2006

 

Ekki er allt sem sýnist.

Skrýtinn dagur. Þó ekki jafn skrýtinn og gærdagurinn. Gærkveldið líka. Óvíst hvort sumt eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Það ræðst fljótlega. Alltaf í boltanum. Er nú um miðja nótt að naga í ost & kex, afgangur frá einhverri veislu síðan í dag. Enn einn vinnfélagi að kenna sér meins, lagður inn í dag. Óska nafna mínum skjótum bata, kallinn rífur sig upp úr þessu,vonandi án vafa.

Monday, March 20, 2006

 

Að flytja er yndi.

Það fátt er, sem hægt er að telja til tíðinda, í sjálfu sér. Fánýtir undanfarnir dagar? Var í aukavinnunni í dag til fjögur, gott að það sé skráð hér, gleymi oftast að hripa það niður! Ýmislegt á döfinni þó, sem ekki verður tíundað frekar hér nú. Allt samt á rólegu nótunum. , eins og vera ber. Ætla að skreppa nú í kvöldkaffi til vinar, áður en hann flytur á brott, úr núverandi hýbýlum sínum og sinna. Mikið ósköp finnst mér margir sem eru mér nánir, hafa staðið í sömu sporum og þessi ágæti vinur minn, upp á síðkastið. Þ.e.a.s. verið að flytja! Það er bara eins og annar hver maður sé að flytja þessa dagana! Hvað er í gangi eiginlega? Tómir flutningar í gangi, hvert sem litið er. Ekki það, það er oft svo, að fólk er knúið til flutninga, því finnst það oft þrengt að sér að mörgu leyti. Svo er þetta líka bara oft gott sem einföld tilbreyting, eða þannig. Þó ekki væri nema að flytja hinum megin við götuna, kannski.

Friday, March 17, 2006

 

Teikninginn.



Var ekki lag með Steely Dan sem hét "My old school"? Var að rifja upp, einhverja hluta vegna, ýmislegt úr gamla Meló. T.d. þegar undirritaður var í sjö ára bekk og teiknaði bandaríska fánann í teiknitíma.Jóna kennari sem var og vonandi enn, sinnuð til vinstri í pólítík og var ekki par ánægð eins og gefur að skilja. Birtist frétt þess efnis í gamla Þjóðviljanum og var teikninginn sú arna, birt með fréttinni. Þetta þóttu nú ekki góðar tvíbökur, ameríkanasering ungviðsins var orðin greinilega áhyggjuefni. Í sjálfu sér ekki skrýtið, áhrif "kanasjónvarpsins" voru allnokkur, því íslenskt sjónvarp hafði ekki hafið göngu sína. Þó finnst manni eftirá séð, þarna var verið að gera úlfalda úr mýflugu. Þó, það var einn dagskrárliður í "kanasjónvarpinu" sem hét "The big picture". Þennan þátt man ég að hafa horft á sem barn og þegar ég lít tilbaka, þá var þetta þvílíkur sótsvartur áróður um gildi stríðsreksturs og "lýðræðisást" bandarískra stjórnvalda, sem þeir telja sig þurfa að útbreiða vítt um veröld. Líkt og þeir eru að framfylgja einmitt þessa dagana, í Írak.

Thursday, March 16, 2006

 

Skotspónn.



Það nægði ein lítil prentvilla til, að Sperran varð að skotspóni vinnufélagana. Á útprentuðum miða varð orðið -ökutækja- óvart að: ökutæja. Að verða aðhlátursefni fyrir litla sök, mitt hlutskipti. Hlátur var annars meginþema dagsins. Siggi H. átti þar stærstan þátt, gat ekki setið á sér er nafni hans kallaði frá lagernum, að það væri komið fullt af vörum. Vildi hann fá nánari skýringu, hvort um væri að ræða, efri eða neðri varir?Annars, fyrir ókunna, þá er hægt að skilgreina þá nafnana, annar gengur undir viðurnefninu "bakarinn" eða "baker-man", með tilvísun í fyrra starf. Heldur betur verið létt yfir mannskapnum í dag, meira en venjulega. "Bangsinn" léttur á því, leiðist ekki að hrella umdirritaðann, ef færi gefst á. Þetta búið að vera ansi viðburðaríkur vinnudagur, af nokkrum "stórtíðindum" telst fremst að hafa tekist að fá Jay-Jay á 2 aukavaktir í beit! Svo er það leitin að nýjum vinnufélaga, sökum brottfalls úr okkar hóp. Það er búið að vera þjálfa einn, um nokkurt skeið, sá átti að byrja í morgun en tilkynnti "gugnun" þ.e.a.s. honum leist ekki á þetta eftri allt saman. Næsti umsækjandi mætti á svæðið, honum kynnt starfið í "hraðsuðu" og kvaddi með þeim orðum að sér litist nokkuð vel á. Stuttu seinna fékk yfirmaðurinn SMS(!) frá dreng þess efni að sér hefði rétt í þessu boðist álitlegri staða! Svo var það þessi í síðustu viku, kom hér og leit yfir, eftir að hafa sóst eftir vinnu.Það á sama veg, hringdi um kvöldið og tilkynnti um áhugaleysi sem hafði borið brátt á.Blessaður! Við reyndar teljum að Siggi hafi fælt þessa menn frá, hefði úthúðað bæði starfinu og starfsaðstæðum í þeirra garð, án vitundar okkar! Tómar getgátur reyndar, sem Siggi hefur sjálfur alveg húmor fyrir og tekur undir, ef eitthvað er.Svo vorum við, rétt í þessum rituðu bulli, að fá boltann tengdan.Fyrir þessa sjúku boltabullur, geta setið yfir leikjum um helgar.Minni þá bara á að, þeir fá ekki borgað fyrir þá iðju.Velkomið að kíkja á frívakt og glápa.-"Not on my watch"!


Wednesday, March 15, 2006

 

Nafnar.


Mætti einn nýr starfsfélagi í vinnu í morgun.Þá erum við orðnir fimm nafnarnir! Af ca. 35 starfsmönnum samtals, telst það nokkuð gott hlutfall.Að vísu heitum við all nokkuð algengu nafni, samt sem áður nokkuð mikið af okkur. Þetta getur oft boðið upp á allskyns rugl og misskilning. Geri samt ekki meira úr því en tilefni er til. Hitti annars í morgun konu eina, sem starfar hér á stofnuninni. Vorum að rifja upp að við höfum "elt" hvort annað síðastliðna þrjá vinnustaði. Semsagt við höfum verið að rekast á hvort annað í nærri 30 ár. Ekki nóg með það, sem ég hafði reyndar gleymt, þá voru fyrrverandi tengdamóðir hennar og móðir mín, góðar vinkonur. Auk þess höfum við bæði flutt í Garðabæinn úr vesturbænum. Hvorugt okkar líkaði þau umskipti, munurinn sá að hún flutti tilbaka, ég á það eftir! Fleira get ég ekki rakið hér, sem gæti tvinnað okkur frekar saman, að minnsta kosti að svo stöddu. Samt má ekki skilja svo, ef einhver vill leggja frekari skilning í það?! Held það nú, eða þannig.P.S. mynd: "almost connected".

Monday, March 13, 2006

 

Semsagt.


Rólegheit í dag, að mestu. Fórum á skrall, félagarnir á laugardagskvöldið. Thorvaldsen's bar og Rex, endað á Dubliner's. Nokkuð gaman þó hafi komið vel við budduna! Það verður þó að segjast að maður er ekki lengur 26 ára! Svona skrun tekur vel á manni, daginn eftir.

Friday, March 10, 2006

 

Herrakvöld.


Bara fyrir þá sem málið varðar! Minna viðkomandi á að þetta er að skella á næstkomandi föstudagskvöld. Ætla sjálfur að reyna að mæta, þó fer það eftir ýmsu, en geri mitt ýtrasta! Spurninginn er bara hvort "Hveitibjörn" mætir á svæðið? Vænti þess að "Mr. & Mrs. Hall" láti sjá sig. ''Grátmúrinn" hefur tilkynnt mætingu, að sjálfsögðu, enda ekki langt fyrir hann að fara.Minni þó á að það verða sætaferðir frá BSÍ. Siggi "Beauty" verður í gæslunni & fatahenginu, ásamt því ætlar hann að upplýsa um nafngift á Guttorms-syni. Öllu þessu mun "Don Johnson" stýra af kostgæfni. Hef hlerað að útvarpsmenn verði með fullskipað lið á staðnum, bara spurning með Silla P. "Luigi Pepperoni" ætlar að fara með gamanmál: Þegar "Strumpurinn" bankaði upp á"! Verður fjör?

 

Rochelle,Rochelle.

Í stað þess að fara beint í koju í morgun, eftir fremur erilsama næturvakt, skrapp ég í bæinn og kom fyrst við hjá Friðleifi á stofunni.Þar stóð yfir hefbundinn morgunfundur inn á kaffistofu, þessir sömu fastagestir, ef svo má segja. Pólítíkin bar þar ''mest á góma'', (excuse the pun!) ráðherraskiptin nýlegu ekki síst, eins og gera mátti ráð fyrir.

Datt síðan í hug að renna fram hjá rakaranum, hvort búið væri að opna.Jú, skveraði mig þar í stólinn og lét hana rjátla við lubbann.Var orðinn soldið lubbalegur.Árátta hjá mér að vera alltaf að draga þetta fram eftir öllu. Svefnlengd dagsins samanstóð af 3 til fjórum tímum. Fór í kaffi til Dóru frænku, þær mæðgurnar tvær heima og einnig brá fyrir Mýslu, Tinnu og Klóa.Einkasonurinn staddur fyrir norðan heiðar, í knattiðkun með Blikum. ''The short one''-sú stutta var að heiman! Sú sama gerði sér víst ferð um daginn einsömul og lallaði sem leið út í Nettó til þess að ná sér í flatkökur!! Hún gefur það ekkert eftir!

Mættur á síðustu næturvakt.

Thursday, March 09, 2006

 

Nýtt blogg.

Ákvað að skipta um síðu, fannst eitthvað vera orðið þreytt með hina gömlu.Búinn að vera í nærri tvo tíma að setja upp þessa, er ekki það beysinn á tölvur, en ætla að reyna að klóra mig áfram! Tekið tíma að setja inn linka og svoleiðis dæmi, þarf seinna að tengja gömlu yfir á þessa,veit ekki alveg hvernig,strax! ?? Er í vandræðum með Template aðgerðir.Ekki hlæja að mér!!!

Öðru leiti,búinn að vera finna held ég, flensueinkenni síðan ég vaknaði í dag.Lét mig þó hafa það að mæta í kvöld.Sjá til með annað kvöld, mallakúturinn í ólagi og svimatilfinning í gangi.Drulluslappur.Jæja, aðeins eitthvað.

 

Sperran flutt!

Þá er búið að hýsa Sperruna á nýjan stað.Hingað á blogspot.com.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?