Wednesday, April 26, 2006
Samfélag og þá fyrir hverja?
Hvers konar skítaþjóðfélag stöndum við uppi með? Getum ekki einu sinni sómasamlega hugsað um þá þjóðfélagsþegna er lögðu til krafta sína til að gera afkomendum sínum kleift að njóta ávaxta þess. Það er eins og að aldraðir, ellilífeyrisþegar og örykjar hafi verið ýtt til hliðar, enda ekkert á þeim að græða eða hvað? Það í öllu ríkidæminu. Svo dirfist Dóri kvótakóngur segja enga kreppu í íslensku hagkerfi. Það er það víst! Hjá þeim sem ekki geta treyst á sæmilega ummönnun í ellinni, ummönnun sem það er fyrir löngu búið að leggja inn fyrir, þar ríkir kreppa svo sannarlega. Menn hafa gjörsamlega tapað sér á Dabba-árunum, í öllu frelsiskjaftæðinu. Frelsi til athafna, frelsi jú til þeirra sem misnota það sér til eiginn hagsmuna á kostnað þeirra sem síst skyldi. Við eigum heimtingu á að sómasamlegt fólk geti treyst á að því sé sýnd sú virðing sem það hefur sannarlega áunnið sér. Ef ekki, þá styrkir það mann bara í trúnni að þetta séu bara drullusokkar sem ráða hér ríkjum, algjörlega getulausir í öllu, nema vera skyldi að púkka enn frekar undir rassgatið á sjálfum sér og sínum kónum. Dóri "Dabba-sleikja", ert þú stoltur af þínum störfum, á okkar launum? Drullist til að skammast ykkar ef þið getið ekki farið að vinna að þeim málum sem skipta raunverulegu máli. Stop sticking your heads, up your ass!
Tuesday, April 25, 2006
Samfó.
Fjögur búa í Kópavogi, Arnar, Heiða og tvær Möggur, þekkti eitt sinn aðra Mögguna.Þriðja Maggan býr í Keflavík, Benóný, Ólafur og Bjarni einnig á Suðurnesjum. Sigríður og Hervör eru í Reykjavík, Helgi á Vestfjörðum og Álfheiður fyrir austan fjall. Hallgrímur er á Akureyri, Guðmundur eini Garðbæingurinn, ekki fjarri Láru í Hafnarfirði. Jóhanna í Svíaríki og Kirsi í Finnlandinu. Leyfi Leonard ofan af velli að fylgja með. Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það að hafa litið dagsins ljós samdægurs. Eigum brátt afmælisdag, næsta ár stórafmæli. ber upp á dag sem ber heitið á frægu málverki eftir Goya.
Fékk upphringingu í gær, þar sem ég var inntur eftir áhuga á að skipta um starfsvettvang. Var ekki beint boðið starfið, en þarf að ræða við ákveðinn aðila sem hefur með það að gera og heyra hvað sé í boði. Veit þó að ýmis hlunnindi fylgja með, þetta snýst þó fyrst og fremst um laun í boði. Kannski.
Að lokum þetta: Hvað er meint með raski upp á háalofti?
Monday, April 24, 2006
Viðbrigði.
Er alveg gáttaður á hvað maður er sloj,eftir fyrstu vakt eftir frí.Byrjaðu reyndar með látum,allt nánast í háloft en náðist að róa niður fyrir miðnætti. held bara að maður hafi haft það alltof gott í fríinu. Má sannarlega segja að margt hafi skeð þessa síðustu viku. Átti satt að segja ekki von á þessu, en það er ekkert spurt að því. Svona er þetta bara. Núna bíð ég bara eftir að halla höfði, er að leka niður. Kallgarmurinn orðinn lúinn?
Friday, April 21, 2006
Svo er nú það.
Ekkert haft tíma að setja inn neitt hér, hef verið að einbeita mér að þeim breytingum sem eru að gerast á einkahögum mínum, vonandi til frambúðar. Svona hlutir ske án fyrirvara og ekkert nema gott um það að segja.
Wednesday, April 12, 2006
Á svona stundum.
Var svona slitróttur dagur, hallaði mér til tíu eftir vaktina og ákvað að skella mér strax af stað í búðir að nálgast aðföng fyrir páskana. Tók land í Bónusi áður en kíkt var á 2.hæð á Eðistorgi að kaupa páskaölið. Kom við í Skeifunni til að athuga með eina skyrtu, ásamt einum DVD.Hitti þarv Hjördísi systir Steina og mömmu hennar, ekki séð þær lengi og var fagnaðarfundur okkar á milli.Kom svo við í vinnunni(#2) smá stund,fáir þar að hitta.flestir farnir í frí. Drattaðist heim og svaf með hléum, áður en ég lagaði kjötsósuna sem gripið verður í næstu daga. Fór svo í þessa "auka" fjóra tíma kvöldvakt. Þurfti þar fljótlega að leysa eitt mál, þar sem hinn aðilinn var ekki að mér fannst að leggja sitt á lóðarskálarnar, í því skyni að leysa annars einfalt mál. Tölvupóstur þess efnis er kominn í loftið. Nóg um það.
Fékk "staðfestingu" á stemmunni næstkomandi laugardag, sem verður haldið hjá H.Þ.H. Vona að K.K. haldi sig við áður auglýsta "dagsskrá", þó skilst mér að þetta verði samt á hefbundinn hátt, þegar viðkomandi aðilar hittast. Þ.e.a.s. , leysist upp í algjöra vitleysu, þó með jákvæðum formerkjum, að ég hygg og vona! Gleðilega páskana, ya´ll.
Tuesday, April 11, 2006
Páskar með ýmsu ívafi.
Er á (semi)síðustu vakt fyrir vetrarfrí, þarf að mæta annað kvöld í fjóra tíma svo Manni komist á fund hjá Rotary eða eitthvað slíkt. Eitthvað stóð til að fara út að borða annað kvöld, en heyrist á öllu að ekki verði af því! Það er nú bara eins og það er og ekkert við því að gera. Að öðru leyti veit ég ekkert hvað ég geri í fríinu, nema að slappa af við DVD og lestur. Þó voru tölvupóstar að ganga á milli nokkura félagana í fyrradag, hvað varðar að hittast á laugardagskvöldið. Einn þar fremstur að "æsa" menn upp í því! Hann búinn að setja saman "dagsskrá" fyrir kvöldið, ætla ekki að fara frekar út í það að svo stöddu. Heyrist á sumum að vel verði tekið í þessa uppástungu, að mæting verði yfir gott meðallag. Segi bara að ef kvöldið verður eitthvað í samræmi við innihald tölvupóstana, þá líst mér nú ekki á! Það er nú þannig að innan þessa hóps eru þvílíkir grallarar, að ekkert kæmi manni á óvart! held að við höfum ekki komið saman síðan farið var upp á Skaga í fyrrahaust, þá leiddist engum og allir skiluðu sér óskaddaðir heim, sumir þó með "seinni skipunum"! Ekki orð um það meir og er ekki að meina sjálfan mig! Sperran alltof um mikið sakleysisgrey ef út í það er farið. Hlakka þó til að mæta galvaskur í hófið og reyni að vera öðrum til fyrirmyndar í einu og öllu!
Saturday, April 08, 2006
Það er svo undarlegt....
Var að fá uppgefið hvenær ég á að taka sumarfríið, það er fyrri partur þetta árið, ca. frá byrjun Júní fram í miðja Júlí. Þá er að fara skipuleggja. Hvenær verður farið í sveitina, hverjir ætla með og með hverjum o. sv. fr. Eitthvað verður um framkvæmdir, eflaust.Fer þó minnkandi, veit þó að ég verð að ganga frá þessum glugga. Var settur í fyrir 14 árum og enn ekki búið að ganga frá að innan! Annað hefur svo sem verið látið hafa forgang.
Það er þó ýmislegt annað á döfinni í sumar, jafnvel. Á inni boð um að heimsækja Siglufjörð, þangað aldrei komið. Vonandi verður þó svo í sumar. Lofaði víst að sækja heim, vin gamlan til Svíþjóðar, verður sennilega ekki fyrr enn með haustinu og þá með viðkomu í Köben, að hitta frændan. Gæti jafnvel orðið svo, ef fer fram sem horfir, að maður eigi nokkra daga í Grímsnesinu. það samt óráðið enn, skýrist vonandi fljótlega. Þá mun fiskisagan.....segi ekki meir í bili, um það.maður veður úr einu í annað, enda að koma morgunn.
Wednesday, April 05, 2006
Ítölsk þema, nema súpan.
Í gær.....mestmegnis leti, tók nokkrar bíómyndir sem flestar höfðu að geyma sögu fjölskyldu einnar af sikileyskri ætt. Skutlaði tveim kvinnum upp á flugvöll, þær á leið til Milano í viðskiptaerindum og skóinnkaupum. Nei, annars þær kíkja í búðir sjálfsagt, ekkert frekar að líta á skæði svo sem. Tutto. Renndi bara svo heim og tók aftur hús á Corleone fjölskyldunni, áður en ég þáði matarboð í efra-Breiðholti. Fiskisúpan sem aldrei svíkur. Árla vaknaður í dag, til aukavinnu haldið. Jæja sagði hann, svo sagði hann ekkert meira, þann daginn.
Monday, April 03, 2006
Sögustund.
Siggi vinnufélagi leiðist ekki að segja ýmsar skemmtisögur. Eitt sinn er hann var á bát sem var að sigla til hafnar á suðurnesjum og þar var háseti einn sem ekki var "eins og flestir", því var oft verið að spauga í honum eins og gerist. Þegar þeir voru að sigla framhjá ströndinni, sást þar í hellir einn og hásetinn spyr Sigga hvort hann viti frekari deili á hellinum. Jú, þetta er hellirinn þar sem Gísli Súrson og Hallgrímur Pétursson börðust á banaspjótum, á sínum tíma! Já, svaraði hásetinn, mig minnti það einmitt!
Svo rifjaði Siggi upp þá tíð, er hann dvaldi um tíma í nektarnýlendunni. Þar voru allir naktir, eins og vera ber. Það hagaði þannig til þar, að nýlendann hafði sinn einkaprest, sem sá um allar kirkjulegar athafnir sem framkvæma þurfti, giftingar, fermingar og skírnir o.sv. fr. Þetta allt gerði hann í Adamsklæðunum, nema hann gerði eina undantekningu. Hann vildi ekki jarða ber.
Svo rifjaði Siggi upp þá tíð, er hann dvaldi um tíma í nektarnýlendunni. Þar voru allir naktir, eins og vera ber. Það hagaði þannig til þar, að nýlendann hafði sinn einkaprest, sem sá um allar kirkjulegar athafnir sem framkvæma þurfti, giftingar, fermingar og skírnir o.sv. fr. Þetta allt gerði hann í Adamsklæðunum, nema hann gerði eina undantekningu. Hann vildi ekki jarða ber.
Saturday, April 01, 2006
Sigurvíma!
Boltinn á ekki oft erindi hér inn, en nú þykir mér tilefni til! Það kætir mann heldur betur úrslit dagsins. Það var aðdáunarvert að sjá mína menn mæta svo ákveðna til leiks, strax frá fyrstu mínútu! Þar var lagður grunnurinn að öruggum sigri á St.James's Park. Ánægjulegt að sjá hversu sterk miðjan var og sér í lagi varnarleikurinn.Þar stóðu menn vaktina með prýði. Auðséð að menn voru ákveðnir að verja 4. sætið af hörku og áræðni! Einnig var ánægjulegt að sjá erkifjendurna lenda í vandræðum á heimavelli og tapa naumlega fyrir Villa! Maður er í 7unda himni og bíð spenntur eftir næsta leik!